Copy

Nóvember viðburður og auka aðalfundur vegna lagabreytinga


Það er ekki seinna vænna en að halda einn viðburð áður en árið er úti. Það hefur mikið gengið á í heimi rafmynta á síðustu mánuðum og er því margt að ræða. Hittingurinn mun fara fram á KEX Hostel þann 10. nóvember kl 17:00 þar sem fljótandi veigar verða í boði. Verið er að taka saman erindi kvöldsins, en viljir þú tala er þér bent á að heyra í okkur með tölvupóst á netfangið ibf@ibf.is. Hægt er að sjá viðburðinn á Facebook og Meetup.

Komdu og taktu þátt í að keyra upp starfið fram að jólum. Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá þig!
 



Auka aðalfundur Rafmyntaráðs Íslands, kt. 440515-1340, verður einnig haldinn sama dag á undan viðburðinum þann 10. nóvember kl 16:00 á KEX Hostel. Fundurinn fer fram á íslensku. 

Samkvæmt tillögu sem samþykkt var á fyrri hluta aðalfundar þann 5. október var eftirfarandi liðum frestað og verða þeir á dagskrá þann 10. nóvember:

  1. Skýrsla stjórnar lögð fram

  2. Reikningar lagðir fram til samþykktar

  3. Framkvæmdaáætlun lögð fram af framkvæmdastjóra fyrir næsta almanaksár

  4. Lagabreytingar (sjá nánar hér)

  5. Ákvörðun félagsgjalds

  6. Önnur mál

Stjórn félagsins vekur sérstaka athygli á því að:

  1. Félagsmönnum einum er heimilt að taka þátt á aðalfundi félagsins: 
    Félagsmenn eru þeir sem uppfylla skilyrði 5. gr. samþykkta félagsins um félagsaðild sem gerir kröfu um að félagsmenn hafi lögheimili á Íslandi, hafi íslenska kennitölu, vilja til að vinna að markmiðum félagsins. Ef þú uppfyllir skilyrðin, hefur skráð þig í samtökin og greitt árgjaldið getur þú tekið þátt í aðalfundi Rafmyntaráðs.

  1. Aðeins kosningabærir aðilar hafa heimild til að kjósa stjórn:
    Kosningabærir aðilar eru þeir sem hafa verið skráðir félagsmenn lengur en eitt ár og uppfylla ofangreinda kröfu samþykkta félagsins um félagsaðild.

  1. Greiðsla á félagsgjaldi:
    Hægt er að greiða félagsgjald, 5.000 kr. inn á reikning félagsins 0133-26-440515 kt: 440515-1340, fyrir aðalfundinn til að gerast meðlimur.

 

Sjáumst á 10. nóvember,

Stjórn Rafmyntaráðs

Copyright © 2022 Rafmyntaráð Íslands, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.