Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - OKTÓBER

Herrakvöld Gróttu er á laugardaginn

Við minnum alla Gróttumenn á að tryggja sér miða á Herrakvöldið næsta laugardagskvöld.

Happdrættið er af veglegri endanum - Gunnar á Völlum - Freyr Eyjólfsson - Þór bæjarstjóri - kótilettuveisla og flæðandi öl.

Dagskrá
18-19:00 Happy hour - tilboð á drykkjum 
19:30 Borðhald hefst - Gunnar á Völlum opnar kvöldið
20:30 Uppistand Freyr Eyjólfs
21:15 Treyjuuppboð
22:00 Happdrættisútdráttur 
22:30 Málverkauppboð 
23:00 Stemning

Ekki láta þig og þína menn vanta! Miðasala fer fram á tix.is/is/event/14181/herrakvold-grottu

Borðapantanir á gullijons@grotta.is

Byrjendanámskeið í skák

Grótta býður upp á byrjendanámskeið í skák sem hefjast þriðjudaginn 8. nóvember. Alls verða þetta 6 skipti, einn klukkutími í senn. Kennt verður í hátíðarsalnum í íþróttahúsi Gróttu. 

Námskeið verða kennd á þriðjudögum.
  • Yngri hópur frá kl. 14:00-15:00
  • Eldri hópur frá kl. 15:00-16:00.
Boðið verður upp á tvo aldursflokka:
  • Yngri (1.-3. bekkur/fædd 2010-2013). Skráning fer fram í Sportabler hér
  • Eldri (4.-7. bekkur/fædd 2014-2016). Skráning fer fram í Sportabler hér.
Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 8. nóvember og síðasti tími er 13. desember. Fjöldi á hvoru námskeiði verða 16 krakkar. 

Verð: 5000 kr. | Kennari: Daði Ómarsson

Fræðslusíða Gróttu

Í ljósi mikillar umræðu í þjóðfélaginu um samskiptavanda ungmenna viljum við vekja athygli á fræðslusíðu Gróttu grotta.is/fraedsla þar sem er að finna mikið af upplýsingum og fræðslu. Hvetjum við ykkur til að skoða þetta efni með börnunum ykkar og bendum við sérstaklega á afar vönduð fræðslu myndbönd sem KVAN vann fyrir Gróttu (einnig má finna myndböndin á Youtube rás Gróttu, sjá hér).  

Íþróttafélagið Grótta leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþróttina sína í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert er hægt að leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað.

Hér eru nánari upplýsingar og hægt að fylla út tilkynningaform ef grunur er um samskiptavanda, einelti eða eitthvað annað. grotta.is/tilkynningar

Við viljum líka vekja athygli á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Á vefsíðunni samskiptaradgjafi.is er hægt að tilkynna atvik, fá ráðgjöf og sækja fræðslu.

Kvennakvöld Gróttu er 5. nóvember

Kvennakvöld Gróttu verður haldið í hátíðarsal félagsins laugardagskvöldið 5. nóvember næstkomandi. Nú þegar er komin spenningur fyrir kvöldinu og margar sem ætla að mæta! Miðasala fer fram á tix.is/is/event/14185/kvennakvold-grottu
  • Fordrykkur frá kl. 18:00
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingiskona og fyrrum Nesbúi mun stýra kvöldinu.
  • Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní
  • Glæsilegt happdrætti! Nú þegar hafa um 40 fyrirtæki gefið flotta vinninga og enn bætist á listann.
  • Ræðukona kvöldsins er Seltirningurinn Sigríður Dögg
  • Leynigestur mun syngja nokkur vel valin lög
Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is

Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði facebook.com/events/785651119152792

Kvenna- og herrakvöld Gróttu er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu.
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp