Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - NÓVEMBER

Kvennakvöld Gróttu er á laugardaginn

Kvennakvöld Gróttu fer fram á laugardaginn kemur og það stefnir í að uppselt verði á viðburðinn! Ef þú ert ekki nú þegar með miða þá er ekki seinna vænna en að kaupa núna tix.is/is/event/14185/kvennakvold-grottu | Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is
  • Fordrykkur frá kl. 18:00 - 19:00
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingiskona og fyrrum Nesbúi mun stýra kvöldinu.
  • Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní
  • Glæsilegt happdrætti! Meðal annars gjafabréf frá Icelandair og spjaldtölva frá Símanum.
  • Ræðukona kvöldsins er Seltirningurinn Sigríður Dögg
  • Leynigestur mun syngja nokkur vel valin lög

JÓLATILBOРCRAFT

Daganna 1. - 7. nóvember verða tilboðsdagar í vefverslun Craft craftverslun.is | Allar Gróttuvörur eru á tilboði og það er hægt að finna TILVALDAR JÓLAGJAFIR á frábæru verði. 

SKÁK NÁMSKEIÐIÐ BYRJAR Í NÆSTU VIKU

Grótta býður upp á byrjendanámskeið í skák sem hefjast þriðjudaginn 8. nóvember í næstu viku. Alls verða þetta 6 skipti, einn klukkutími í senn. Kennt verður í hátíðarsalnum í íþróttahúsi Gróttu. 

Námskeið verða kennd á þriðjudögum.
  • Yngri hópur frá kl. 14:00-15:00
  • Eldri hópur frá kl. 15:00-16:00.
Boðið verður upp á tvo aldursflokka:
  • Yngri (1.-3. bekkur/fædd 2010-2013). Skráning fer fram í Sportabler hér
  • Eldri (4.-7. bekkur/fædd 2014-2016). Skráning fer fram í Sportabler hér.
Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 8. nóvember og síðasti tími er 13. desember. Fjöldi á hvoru námskeiði verða 16 krakkar. 

Verð: 5000 kr. | Kennari: Daði Ómarsson

Stubbafimi vorönn - skráning hefst 1. desember

Skráning í stubbafimi fyrir vorönn hefst 1. desember næstkomandi á Sportabler. Skráning í stubbafimi fer fram tvisvar sinnum á ári, í júní og í desember, hún hefst 1. júlí fyrir haustönn og 1. desember fyrir vorönn sem hefst í janúar.

Athugið iðkendur sem eru skráðir á haustnámskeið og einstaklingar sem eru á biðlista þurfa að skrá sig á ný.

ÞORRABLÓTIÐ VERÐUR HALDIÐ 28 JANÚAR

Þorrablót Seltjarnaness verður haldið laugardagskvöldið 28 janúar  að nýju eftir covid hlé. Takið daginn frá! 
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp