Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - DESEMBER

ÞORRABLÓTIР- MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 12:00

Þorrablót Seltjarnarness verður haldið í íþróttahúsi Gróttu laugardaginn 28. janúar. Miðasala hefst í dag kl. 12:00 á tix.is

DAGSKRÁ:
  • Veislustjóri: Árni Helgason
  • Uppistand: Snjólaug Lúðvíksdóttir
  • Tónlistaratriði: BUBBI MORTHENS    
  • Dóra Júlía & Anna Rakel leika fyrir trylltum dansi fram á nótt

Miðaverð 13.900 kr | Borðapantanir gullijons@grotta.is | Nánari upplýsingar birtast í Facebook viðburði

Er þinn hópur klár ? Þú vilt ekki missa af þessu!

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR UPPSELT !

Vilt þú gerast sjálfboðaliði í Gróttu?

Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast íþróttaleikjum eða öðrum verkefnum? Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum? Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í? Vantar þig áhugamál?

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi. Íþróttafélagið Grótta treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með því að senda póst á grotta@grotta.is

Ekki hika við að hafa samband. Þér verður tekið fagnandi!

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf er komin út.

Í haust var kynnt samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.

Þessi sameiginlega áætlun gerir það að verkum að öll félög geta notið leiðsagnar og stuðnings í þeim málum sem geta komið upp. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að vera leiðbeinandi og styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf. 

Upp geta komið krefjandi aðstæður og erfið mál og stundum veit fólk ekki hvernig á að bregðast við.  Samræmda viðbragðsáætlunin eyðir þeim vafa.

Lesa má samræmda viðbragðsáætlun á samskiptaradgjafi.is

Síðustu leikir í handboltanum fyrir jól

Olís deild karla:
12. desember - ÍR - Grótta kl. 19:30 í Skógarseli.
Næsti leikur eftir EM er Grótta - Valur 31. janúar kl. 19:30 í Hertz-höllinni.

Grill 66 deild kvenna 
9. desember - Víkingur - Grótta kl. 19:30 í Safamýri.
Næsti leikur á nýju ári er 22. janúar, Valur U - Grótta kl. 18:00 í Origo höllinni.

Skráning á vorönn hafin í 9. flokk í handbolta 

Handbolti 9.flokkur - æfingar eru fyrir iðkendur fædda 2017 & 2018. Vorönn hefst 7. janúar 2023 og er æft til 29. apríl. Æfingarnar eru á laugardögum frá kl. 09:20 - 10:10

Skráning er hafin á vorönn og fer fram á Sportabler.

Stubbafimi biðlisti 

Skráning í stubbafimi vorannar hófst 1. desember og var strax fullt í alla hópa. Hægt er að skrá sig á biðlista í gegnum Sportabler.
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp