Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - DESEMBER

Miði á þorrablótið er jólagjöfin í ár

Þorrablót Seltjarnarness verður í íþróttahúsi Gróttu laugardaginn 28. janúar. Miðasala fer fram á tix.is

DAGSKRÁ:
  • Matur: Veislan
  • Veislustjóri: Árni Helgason
  • Uppistand: Snjólaug Lúðvíksdóttir
  • Tónlistaratriði: BUBBI MORTHENS    
  • Dóra Júlía & Anna Rakel leika fyrir trylltum dansi fram á nótt
Miðaverð 13.900 kr | Borðapantanir gullijons@grotta.is | Nánari upplýsingar birtast í Facebook viðburði

Er þinn hópur klár? Þú vilt ekki missa af þessum viðburði.

Vefverslun Gróttu - verslaðu Gróttu jólagjafir !

Í vefverslun Gróttu grotta.is/verslun er að finna fjölmargar Gróttuvörur sem eru glæsilegar jólagjafir og margir jólasveinar versla Gróttuvörur í vefverslun Craft.

Eftirtaldar vörur á sérstökum afslætti:

Grótta er fyrirmyndarfélag

Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn.

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum “, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.

Dósagámur Gróttu

Við minnum á dósagámana sem eru við inngang íþróttamiðstöðvarinnar okkar. Við erum í frábæru samstarfi með skátunum þar sem við deilum hagnaði af innkomunni og nýtum fjármagnið í öflugt barna- og unglingastarf.

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa og íþróttamannvirki Gróttu eru lokuð á Þorláksmessu og fram til annars í jólum. Skrifstofan og íþróttamannvirki Gróttu opna aftur þriðjudaginn 27. desember og verða opin til föstudagsins 30. desember.

Íþróttamannvirkin verða lokuð gamlárs- og nýársdag. Íþróttafélagið Grótta óskar félagsmönnum gleðilegrar hátíðar.
Jólakortasamkeppni Gróttu var haldin í fjórða skipti nú fyrir jólin. Eins og fyrri ár efndum við til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem prýðir jólakortið í ár.
Laufey Beite Pálsdóttir átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2022. Nánar má lesa um jólakortasamkeppni Gróttu á grotta.is/jolakortasamkeppni-grottu
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp