Copy
Fréttabréf Landskrifstofu Erasmus+
Desember 2022
Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi óskar ykkur gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða!

Hlökkum til samstarfs á nýju ári en framundan eru fyrirhugaðir kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur um þau tækifæri sem bjóðast. Nánari upplýsingar verða birtar eftir áramót.

Skrifstofan verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með 24. desember og fram yfir áramót. Við opnum aftur mánudaginn 2. janúar 2023.

Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ fyrir 2023

Senn líður að lokum viðburðaríks árs hjá Erasmus+ og hefur ESB tilkynnt um umsóknarfresti fyrir árið 2023. Af ýmsu er að taka fyrir stofnanir og samtök hér á landi sem vilja efla starfsemi sína í þágu mennta- og æskulýðsmála í samstarfi við önnur lönd. Nú er í fyrsta sinn hægt að sækja um ferðir fyrir starfsfólk í íþróttum.
Nánar

Umsóknarfrestir 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt umsóknarfresti í Erasmus+ og
European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2023.
Hvetjum sem flest til að kynna sér tækifærin sem bjóðast í alþjóðlegu samstarfi. 
 
 
Nánar

European Solidarity Corps auglýsir eftir umsóknum fyrir 2023

Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2023 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps, en hún styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða vinna að samfélagsverkefnum í eigin nærumhverfi.
Nánar

Vel tekið á móti Eurodesk á Grundarfirði

Eurodesk, upplýsingaveita fyrir ungt fólk, skipulagði heimsókn til Grundarfjarðar á dögunum og kynnti tækifæri erlendis fyrir ungu fólki á staðnum. Kynningarnar voru haldnar í samstarfi við Alicju Chajewsku sem býr á Grundarfirði og var boðið upp á kynningar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. 
 
Nánar
Vefsíða Vefsíða
YouTube YouTube
Menntun Menntun
Æskulýðsstarf Æskulýðsstarf
Höfundarréttur © 2022 Rannís, Allur réttur áskilinn.



Heimilisfang:
Rannís
Borgartún 30
105 Reykjavík

Viltu breyta skráningunni?
Þú getur uppfært skráninguna eða skráð þig af póstlistanum.