Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - JANÚAR

ÞORRABLÓT SELTJARNARNESS
ENN ERU LAUSIR MIÐAR

Í ár er Þorrablót Gróttu í íþróttahúsinu og því er hægt að selja fleiri miða. Við höfum frétt af fólki sem vill fara en tilheyrir engum hóp og því er það ekki búið að kaupa miða. Það eru enn lausir miðar og það eru laus borð fyrir þá sem vilja koma á blótið. 

MIÐSALA FER FRAM Á TIX.IS

Hafið samband við gullijons@grotta.is ef þið eruð ekki á borði og hann kemur ykkur á borð.
Þorrablótið er lang stærsta fjáröflun félagsins og því vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest á blótinu okkar.
Önnur atriði varðandi Þorrablótið

SKREYTINGAR
Við höfum fengið fyrirspurnir hvort hópar eigi að skreyta borðin sín, það er ekki skylda frá okkur en þessi hefð hefur skapast á okkar Þorrablóti og við vitum af mörgum hópum sem eru á fullu í undirbúningi með skreytingar og þema á sínu borði. Húsið mun opna laugardaginn 28. janúar kl. 13:00 fyrir hópa sem vilja skreyta borðin sín.

MÆTA STUNDVÍSLEGA Á ÞORRABLÓTIÐ
Um kvöldið opnar húsið kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00, það er því mikilvægt fyrir þau sem eru að skipuleggja fyrirpartý að gera ráðstafanir að mæta tímanlega  þannig að við getum hafið þétta dagskrá á réttum tíma.

MIÐASALA Á BALLIÐ
Fyrir þau sem koma ekki í borðhaldið en vilja koma á ballið þá kostar 3.000 kr inn og miðasala á tix.is. Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 22:30 en þá treður Mugison upp og ballið stendur til 2:00

MUGISON MÆTIR
Við höfum þurft að gera eina breytingu á dagskrá, Bubbi Morthens er enn að jafna sig eftir veikindi og þurfti því miður að aflýsa öllum viðburðum í þessum mánuði en við erum stolt af því að kynna engan annan en MUGISON sem mun stíga á stokk í fjarveru Bubba. Hann treður upp kl. 22:30 og þeir sem vilja sjá hann geta keypt sér miða á ballið fyrir 3000 kr og mætt þegar Mugison er að hefja upp raust sína.
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp