Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - FEBRÚAR
Íþróttafélagið Grótta auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf 2023 fyrir ungt fólk.

Íþróttafélagið vill ráða einstaklinga 20 ára og eldri (fædd 2003 og eldri) í störf: 
  • Verkefnastjóra sumarnámskeiða
  • Flokkstjóra leikjanámskeiða Gróttu
  • Skólastjóra fimleika- og leikjaskóla Gróttu
  • Skólastjóra handboltaskóla Gróttu
  • Skólastjóra knattspyrnuskóla Gróttu
  • Flokkstjóra smíðavalla Gróttu

Íþróttafélagið Grótta vill ráða ungt fólk 18 ára og eldri (fædd 2005 og eldri) í störf:
  • Leiðbeinendur á sumarnámskeiðum
Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf á heimasíðu alfred.is

Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna á heimasíðu Gróttu grotta.is/sumarstorf-hja-grottu

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2023. 

AÐALFUNDUR GRÓTTU 27. APRÍL

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 27. apríl 2023. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið grotta@grotta.is fyrir 1. apríl.

DÓSAGÁMUR GRÓTTU

Við minnum á dósagámana sem eru við inngang íþróttamiðstöðvarinnar okkar. Við erum í frábæru samstarfi með skátunum þar sem við deilum hagnaði af innkomunni og nýtum fjármagnið í öflugt barna- og unglingastarf.
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp