Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - FEBRÚAR
Íþróttafélagið Grótta auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf 2023 fyrir ungt fólk.

Íþróttafélagið vill ráða einstaklinga 20 ára og eldri (fædd 2003 og eldri) í störf: 
  • Verkefnastjóra sumarnámskeiða
  • Flokkstjóra leikjanámskeiða Gróttu
  • Skólastjóra fimleika- og leikjaskóla Gróttu
  • Skólastjóra handboltaskóla Gróttu
  • Skólastjóra knattspyrnuskóla Gróttu
  • Flokkstjóra smíðavalla Gróttu

Íþróttafélagið Grótta vill ráða ungt fólk 18 ára og eldri (fædd 2005 og eldri) í störf:
  • Leiðbeinendur á sumarnámskeiðum
Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf á heimasíðu alfred.is
UMSÓKNARFRESTUR 10. MARS (á föstudaginn)
Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna á heimasíðu Gróttu grotta.is/sumarstorf-hja-grottu
Páskanámskeið handknattleiksdeildar fyrir krakka f. 2011-2016

Námskeiðsdagarnir eru:
  • Mánudaginn 3. apríl 
  • Þriðjudaginn 4. apríl 
  • Miðvikudaginn 5. apríl 
Æfingarnar eru kl. 9:00-12:00. Námskeiðinu er skipt upp eftir aldri. 

Skráning hefst 15. mars og fer hún fram á Sportabler sportabler.com/shop/grotta/handbolti
Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á Fimleikafjör í páskafríinu.  

Námskeiðsdagarnir eru:
  • Mánudaginn 3. apríl, 
  • Þriðjudaginn 4. apríl 
  • Miðvikudaginn 5. apríl 
Fimleikafjör er fyrir krakka á aldrinum 5 – 10 ára (2012-2017). 

Fjörið er frá kl. 09:00 – 13:00. Fimleikasalurinn verður opin frá 09:00 -11:00 þar sem krakkarnir fá að leika sér og svo verður nesti og sýnd bíómynd í hátíðarsalnum frá 11:00-13:00. Krakkarnir þurfa að taka með sér hollt og gott nesti.

Athugið! það er lágmarksskráning í fimleikafjörið og ef hún næst ekki þá fellur það niður.

Skráning og frekari upplýsingar koma síðar.
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp