Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - APRÍL

Aðalfundur Gróttu - fimmtudaginn 27 apríl

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn næsta, 27. apríl í hátíðarsal Gróttu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30

Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar. Öll velkomin.

Sumarnámskeið Gróttu


Skráning hefst á sumarnámskeið Gróttu hefst föstudaginn 28. apríl kl. 12:00 á sportabler.com/shop/grotta

Spennandi framboð af námskeiðum: 
  • Afreksskóli handboltans
  • Fimleika- og leikjaskóli 
  • Handboltaskóli 
  • Hópfimleikanámskeið
  • Knattspyrnuskóli
  • Leikjanámskeið 
  • Smíðavöllur 
  • Survivor-námskeið 
  • Ævintýranámskeið
Nú er bara að skrá börnin inn en skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler á sportabler.com/shop/grotta

Upplýsingar um framboð er hægt að nálgast á vef Gróttu á grotta.is/sumar-2023 eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is

Heimaleikjakort knattspyrnudeildar

Heimaleikjakort knattspyrnudeildar Gróttu eru komin í sölu. Við hvetjum allt stuðningsfólk til að næla sér í kort á kostakjörum. Handhafar heimaleikjakorta njóta forgangs á Vivaldi völlinn.

Sala heimaleikjakorta fer fram í vefverslun 
grotta.is/knattspyrnudeild/heimaleikjakort 

Heimaleikjakort Gróttu
Gildir fyrir 1 á heimaleiki í Lengjudeild karla og Lengjudeild kvenna sumarið 2023. 
Verð: 15.000 kr -- Kaupa hér

Ungmennakort Gróttu
Gildir fyrir 1 á leiki í Lengjudeild karla og Lengjudeild kvenna sumarið 2023.
Gildir aðeins fyrir handhafa á aldrinum 16-25 ára (fæddir 1998-2007).
Verð: 7.500 -- Kaupa hér

Stuðningsmannakort Gróttu 2023
Gildir fyrir 2 á heimaleiki í Lengjudeild karla og Lengjudeild kvenna sumarið 2023.
Fylgir glæsilegt Gróttu handklæði
Verð: 50.000 -- Kaupa hér
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.