Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - JÚNÍ

Verbúðarballið - forsölutilboð gildir út júní!

Ekki missa af stærsta balli ársins - Verbúðarballinu 2023 sem fer fram 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.

Dagskrá:
  • 21:00 Húsið opnar
  • Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.+
  • 23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA
Miðasala fer fram á TIX tix.is/is/event/15690/

Verð: Forsölutilboð 5.990.- kr út júní. | 6.990.- kr frá og með 1. júlí.
ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið
 

Sumarnámskeið Gróttu í fullum gangi

Sumarnámskeið Gróttu hófust síðasta mánudag. Spennandi framboð af námskeiðum: 
  • Leikjanámskeið 
  • Survivor-námskeið 
  • Ævintýranámskeið
Skráning á Sportabler sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid 
Fimleika- og leikjaskóli - Skráning hér
Hópfimleikanámskeið - Skráning hér
Knattspyrnuskóli | Framtíðarleikmenn meistaraflokks - Skráning hér
Afreksskóli handboltans | Handboltaskóli - Skráning hér
Rafíþróttanámskeið Dusty og Gróttu - Skráning hér
Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á vef Gróttu á grotta.is/sumar-2023 eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is 
Þann 1. júní hófst hófst forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2023-24, skráningin stendur til 30.júní. 

Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí.

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram í gegnum Sportaabler sportabler.com/shop/grotta
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.