Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - SEPTEMBER
VERBÚÐARBALLIÐ ER Á MORGUN 9. SEPTEMBER
Það er allt að verða vitlaust fyrir Verbúðarballið sem verður í íþróttahúsinu okkar á morgun, laugardag (9. september). Salan gengur mjög vel og það lítur út fyrir að það verði uppselt. Þetta er stærsta fjáröflun íþróttafélagsins Gróttu í ár!

Við heyrum að fólk er byrjað að skipuleggja partý víða fyrir ballið.  Við viljum við biðla til ykkar að byrja partýin snemma til að fá ykkur í hús þegar dagskráin hefst. 
Dagskrá kvöldsins:
  • Húsið opnar kl. 21:00 og DJ Maggi Helga þeytir skífum fyrir gesti.
  • Happy hour á barnum frá kl. 21:00 til kl. 22:00.
  • Verbúðarbandið ásamt Röggu Gísla, Matta Matt og fjölmennum hópi leikara úr Verbúðinni mæta á svið upp úr kl. 22:00 og halda uppi þvílíku fjöri til kl.01:00.
  • DJ Maggi Helga þeytir skífum frá kl. 01:00-02:00 fyrir þá sem vilja dansa til lokunar.
  • Húsið lokar kl. 02:00.

Í Facebook viðburði Gróttu er að finna allar upplýsingar um ballið á facebook.com/events/217458661111616

Ef einhver á eftir að kaupa miða á ballið þá beint inn á tix.is og klára kaupin tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023
STYRKTU GRÓTTU OG SKELLTU ÞÉR Á VERBÚÐARBALLIÐ
Stórir leikir í knattspyrnunni um helgina "Gróttutvenna á laugardaginn!"
  • GRÓTTA - FYLKIR, LENGJUDEILD KVENNA KL. 13:00
  • GRÓTTA - ÞÓR, LENGJUDEILD KARLA KL. 17:00
Gríðarlega mikilvægir leikir hjá báðum liðum! 

Grótta tekur á móti Fylki í síðustu umferð Lengjudeildar kvenna kl. 13:00 á laugardaginn. Mætum snemma á völlinn - andlitsmálning, hamborgarar og geggjuð stemning. Með sigri tryggja Gróttukonur sér 2. sætið og sæti í Bestu deildinni að ári í fyrsta sinn. Stelpurnar hafa náð ótrúlegum árangri í sumar og eru ekki hættar - þær ætla sér sigur og þurfa ykkar stuðning í stúkunni! 

Eftir leik Gróttu og Fylkis í Lengjudeild kvenna mætir Grótta Þórsurum í Lengjudeild karla. Ljóst er að þetta verður hörkuleikur og hvetjum við Gróttufólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana til sigurs! 

FJÖLMENNUM Á VIVALDIVÖLLINN OG STYÐJUM GRÓTTU TIL SIGURS! FRÁBÆR UPPHITUN FYRIR VERÐBÚÐARBALLIÐ!
Eldri borgara ganga Gróttu

Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi býður öllum eldri borgurum upp á Gróttugöngu á hverjum föstudegi kl. 10:30. 

Brottför er frá íþróttahúsi Seltjarnarness kl. 10:30 og að göngu lokinni býður Grótta upp á kaffi og Björnsbakarí upp á bakkelsi í anddyri íþróttahússins. 

Vinsamlegast látist berast til eldri borgara í kringum ykkur!
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2023 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.